Umferð og umferðarspá

oxi342Samkvæmt umferðartölum Vegagerðarinnar velja vegfarendur að stærstum hluta nú þegar að fara um Öxi frekar en Breiðdalsheiði þegar vegurinn er fær. Á seinustu árum hefur dregið úr umferð um Breiðdalsheiði og hefði mátt búast við minni umferð framhjá Breiðdalsvík að sumarlagi en samkvæmt mynd 3.4.2. er það ekki raunin. Meðan álver á Reyðarfirði var í byggingu, jókst umferð um Suðurfjarðaveg en nú hefur aftur dregið úr henni. Við opnun Axarvegar getur dregið úr umferð framhjá Breiðdalsvík, sérstaklega að vetrarlagi.

 

Tekið úr matsskýrslu.

2.4. VEÐURFARSAÐSTÆÐUR
Mikil umræða hefur verið um veg yfir Öxi síðan ákveðið var að ráðast í lagningu hans með því að fjármagna framkvæmdir með „þorskpeningum”. Þótt fjármögnun framkvæmda sé nú óljós hefur undirbúningi verið haldið áfram. Megin rök þeirra, sem andvígir hafa verið framkvæmdum á Axarvegi, eru að sökum hve hátt vegurinn er yfir sjávarmáli muni hann aldrei geta orðið „heilsársvegur”. Jafnan, eins og í slíkri umræðu, hafa menn vitnað í skráningar Vegagerðarinnar á fjölda lokunardaga vegna snjóa án þess að nokkurt mat sé lagt á hversu oft nýr uppbyggður vegur muni lokast
2.4. VEÐURFARSAÐSTÆÐUR
Mikil umræða hefur verið um veg yfir Öxi síðan ákveðið var að ráðast í lagningu hans með því að fjármagna framkvæmdir með „þorskpeningum”. Þótt fjármögnun framkvæmda sé nú óljós hefur undirbúningi verið haldið áfram. Megin rök þeirra, sem andvígir hafa verið framkvæmdum á Axarvegi, eru að sökum hve hátt vegurinn er yfir sjávarmáli muni hann aldrei geta orðið „heilsársvegur”. Jafnan, eins og í slíkri umræðu, hafa menn vitnað í skráningar Vegagerðarinnar á fjölda lokunardaga vegna snjóa án þess að nokkurt mat sé lagt á hversu oft nýr uppbyggður vegur muni lokast

 

Tekið úr Matsskýrslu

Núverandi Hringvegur í innanverðum Skriðdal er um 6,7 km langur malarvegur sem nær frá norðurenda Skriðuvatns að Axarvegi. Vegurinn uppfyllir ekki kröfur um umferðaröryggi, á honum eru krappar beygjur, hæðir og lægðir.

Ársdagsumferð á kaflanum árið 2008 var 100 bílar og sumardagsumferð var 205.

 

Umferðarkönnun 2008 - Viðauki við Matsskýrslu

 

Svör Vegagerðarinnar við athugasemdum um umferðarkönnun

 

Tekið úr Matsskýrslu

Nokkrar staðreyndir um vegalengdir þar sem ferðast er um Öxi.

Frá Djúpavogi:

vegalengdirfradjupavogi2

Upplýsingar sóttar á vef Vegagerðarinnar