Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image /home/oxiis/domains/oxi.is/public_html/images/stories/oxiA1.jpg

Allt frá árinu 1960 eða frá þeim tíma er fyrsti vegslóðinn var ruddur yfir Öxi af hugsjónamanninum Hjálmari Guðmundssyni  frá Berufirði og öðrum áhugasömum,  hafa menn sífellt gert sér betur grein fyrir þeim kostum sem þessi mikla vegstytting hefur í för með sér.  Eftir árin 1999 – 2001 þegar vegurinn hafði verði lagfærður í hjólförum hins gamla slóða má segja að eftirspurnin af hálfu vegfarenda hafi þó  fyrst komið í ljós fyrir alvöru þá er samgönguleiðin varð fær öllum gerðum ökutækja.

Nánar...

 

Frá árinu 2003 hefur því linnulaust verið barist fyrir heilsársvegi um Öxi sem uppfyllir kröfur um nútímasamgöngur og öryggi og má m.a. sjá þess vel stað í samþykktum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi ( SSA ).  Þessi barátta skilaði svo árangri árið 2007 þegar ríkisstjórn og alþingi allt samþykkti  að ráðast skyldi í framkvæmdir á heilsársvegi um Öxi með lokum framkvæmda 2010. Í framhaldi var vegagerðinni falið að taka út veginn út í heild sinni ásamt botni Skriðdals og Berufjarðar með uppbyggingu heilsársvegar.


Nýtt vegstæði hefur því þegar farið í heildstætt umhverfismat og er niðurstaða sérfræðinga vegagerðarinnar í matskýrslu í heild sinni mjög jákvæð.
En þrátt fyrir að mat sérfræðinga vegagerðarinnar hafi verið jákvætt og Aðalfundir SSA hafi oft fagnað ákvörðun Alþingis með sérstökum samþykktum og þrátt fyrir linnulausa baráttu sveitarstjórnarmanna á svæðinu gagnvart yfirvöldum vegamála hefur enn ekki verið hafist handa við framkvæmdina og skýrist það af mestu vegna þess  áfalls sem ríkisjóður varð fyrir í kjölfar fjármálahrunsins.  Aðalfundir SSA hafa um langt árabil verið með framkvæmdina um Öxi sem eitt af forgangsmálum í vegsamgöngum í fjórðungum og að auki hafa samtök bifreiðaeigenda og almennir vegfarendur lýst miklum stuðningi við heilsársveg um Öxi.


Til að vinna málinu enn frekara brautgargengi hafa því sveitarstjórn Djúpavogshrepps og bæjarstjórn á Fljótsdalshéraði ákveðið að opna sérstaka heimasíðu sem hér má sjá og er markmiðið með henni að  skapa vettvang  þar sem almenningur getur nálgast bæði gagnlegar og réttar upplýsingar um þessa  mikilvægu samgöngubót.  Þá og verður hægt að sjá annað efni á heimasíðunni sem tengist Axarvegi að fornu og nýju.


Markmið síðunnar er að stuðla að upplýstri umræðu um samgöngubætur á Austurlandi og þrýsta á að hafist verði handa sem fyrst við framkvæmd á heilsársvegi um Öxi.

 

 

Vefsíðan oxi.is er samstarfsverkefni Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps. Hlutverk hennar er fyrst og fremst að veita rétta upplýsingar um fyrirhugaðar vegaframvkæmdir á Öxi.Hér er því ekki vettvangur til umræðu, en heimilt að nýta efni síðunnar til umræðu á öðrum vettvangi.

 

Gögn sem eru notuð og vísað í á síðunni eru flest kominn frá Vegagerðinni og vegur Matsskýrsla um Axarveg þar þyngst.

 

Ef notendur koma á auga á staðreyndarvillur í texta eða myndefni síðunnar, vinsamlegast hafið samband við Vefstjóra síðunnar.