Uppbygging vegar, áfangaskipting

Hægt er að bjóða út framkvæmdir á Hringvegi í Skriðdal, Axarvegi og Hringvegi um Berufjörð hverja fyrir sig en undirbúningur Vegagerðarinnar er miðaður við að þær verði allar boðnar út í einu (kafli 4.9.). Mögulegt er að skipta framkvæmdum á Hringvegi og Axarvegi í marga áfanga, því nýir vegir tengjast núverandi vegum á mörgum stöðum.

 

Á framkvæmdatíma gæti orðið einhver töf á umferð í stuttan tíma í einu í Skriðdal og í Berufirði þar sem núverandi vegur verður endurbyggður. Ennfremur þarf hugsanlega að loka Axarvegi tímabundið fyrir umferð almennings þegar unnið verður við vegagerð á kafla í brekkunum niður í Berufjörð. Framkvæmdir ættu þó ekki að hefta för vegfarenda verulega.

 

Stefnt er að því að undirbúningi framkvæmda verði lokið á árinu 2011 (kafli 1.8.). Áætlaður framkvæmdatími verksins og áfangaskipting eru háð fjárveitingum en framkvæmdatíminn getur stystur orðið 3-5 ár. Á þessu stigi liggja ekki fyrir ákvarðanir um tilhögun framkvæmda (kafli 4.9.).

 

Tekið úr matsskýrslu um Axarveg

4.9. FRAMKVÆMDATÍMI OG ÁFANGASKIPTING


Hægt er að bjóða út framkvæmdir á Hringvegi í Skriðdal, Axarvegi og Hringvegi um Berufjörð, hverja fyrir sig. Þegar teknar höfðu verið ákvarðanir um að leggja Axarveg, komu fram óskir frá fulltrúum sveitarfélaga á Austurlandi um að farið yrði í þessar þrjár framkvæmdir á sama tíma, að þær yrðu allar boðnar út í einu. Undirbúningur Vegagerðarinnar er miðaður við það fyrirkomulag. Viðkomandi vegaframkvæmdir tengjast ekki öðrum framkvæmdum á svæðinu.

 

Áætlanir voru um að framkvæmdir við nýjan veg um Öxi hæfust árið 2009 og þeim myndi ljúka á árinu 2011 (kafli 1.7.). Undirbúningur framkvæmda hefur tafist vegna efnahagshrunsins en stefnt er að því að honum verði lokið á árinu 2011 og að framkvæmdir geti hafist vorið 2012, ef fjárveitingar fást. Áætlaður framkvæmdatími verksins og áfangaskipting eru háð fjárveitingum en nú er áætlað að framkvæmdir geti tekið í 3-5 ár.Á þessu stigi liggja ekki fyrir ákvarðanir um tilhögun framkvæmda en ljóst er að verkið verður að mestu unnið yfir sumartímann. Hugsanlegt er að vegabætur á Hringvegi um botn Berufjarðar verði boðnar út sérstaklega áður en ráðist verður í útboð á Öxi.

 

Mögulegt er að skipta framkvæmdum á Hringvegi og Axarvegi í marga áfanga, því nýir vegir tengjast núverandi vegum á mörgum stöðum. Hugsanlega þarf að loka veginum tímabundið fyrir umferð almennings þegar unnið verður við vegagerð á kafla í brekkunum niður í Berufjörð.

 

Í Skriðdal og í Berufirði þar sem núverandi vegur verður endurbyggður gæti orðið einhver töf á umferð í stuttan tíma í einu á framkvæmdatíma. Framkvæmdir ættu þó ekki að hefta för vegfarenda verulega.

 

Tekið upp úr matsskýrslu um Axarveg