Vegagerðin hefur kynnt nýja veglínu sem lögð er fram sem viðbót við áður birta matsskýrslu um umhverfismat Axarvegar, Hringvegar í Skriðdal og Hringvegar um Berufjarðarbotn í sveitarfélögunum Fljótsdalshéraði og Djúpavogshreppi. Veglínan sem lögð er fram er 8,2 km löng og liggur frá Háubrekku í Berufjarðardal að Hringvegi við Reiðeyri við botn Berufjarðar í Djúpavogshreppi. Í samræmi við lög nr. 106/2000 m.s.b., gr. 6, viðauka 2, lið 13a, er framkvæmdin tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar. Hér fyrir neðan er greinargerð með nánari upplýsingum um framkvæmdina og ástæður þess að Vegagerðin leggur fram nýja veglínu.
|
Greinin birtist í Morgunblaðinu 11. apríl 2012. Multithumb found errors on this page: There was a problem loading image /home/oxiis/domains/oxi.is/public_html/images/stories/fib.jpg
"FÍB styður heilsársveg yfir Öxi" Undir það skrifar Runólfur Ólafsson Framkvæmdastjóri FÍB Multithumb found errors on this page: There was a problem loading image /home/oxiis/domains/oxi.is/public_html/images/stories/as_166.jpg
Á fundinum var gerð eftirfarandi bókun: „Bæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Djúpavogshrepps fagna aukinni áherslu Vegagerðarinnar á þjónustu vegna Axarvegar og þeim samgöngubótum sem því fylgir fyrir fjórðunginn. Djúpavogur og Fljótsdalshérað tilheyra sama þjónustusvæði hvað varðar félagsþjónustu, málefni fatlaðra og brunavarnir. Greiðar samgöngur um Axarveg eru því mikilvægar og til hagsbóta fyrir allt Austurland og styttir akstursleiðina frá Reykjavík til Héraðs um 71 kílómetra með tilheyrandi sparnaði á ört hækkandi eldsneyti.
Tvenn göng 2012, vegagerð fyrir 6,5 milljarða króna flýtt Mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar aflaheimilda 10.7.2007 Í framhaldi af ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skerðingu á aflamarki á næsta fiskveiðiári hefur hún ákveðið að flýta vegaframkvæmdum á ellefu stöðum á landinu. Alls á að veita 6,5 milljörðum króna umfram það sem áður hafði verið ákveðið í þessar flýtiframkvæmdir árin 2008, 2009 og 2010. Samgöngubætur leiða til langtíma vaxtar og velmegunar líkt og tiltekið er í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um dreifingu aflamarks á byggðarlög og hugsanlegar afleiðingar samdráttar í þorskafla sem unnin var fyrir sjávarútvegsráðuneytið. Með því að flýta samgönguframkvæmdum er leitast við að draga úr áhrifum samdráttar í fiskveiðum um leið og ráðist er í margvíslegar tímabærar framkvæmdir sem til þessa hafa verið á langtímasamgönguáætlun en er nú flýtt verulega. Framkvæmdirnar eru flestar þegar inni í samgönguáætlun en eitt nýtt verkefni bætist við, endurbættur vegur um Öxi. Með þessari ákvörðun er unnt að hefja á næstunni undirbúning þessara verkefna og má gera ráð fyrir að hægt verði að auglýsa útboð á næstu misserum.
|